Engin biðröð, við komum til þín!

14. mars, 2020 kl 15:20

Í ljósi samkomubanns vegna COVID-19 heimsfaraldursins, verða venjubundnar úthlutanir ekki mögulegar.
Flestir aðilar með mataraðstoð hafa tilkynnt lokanir, en nokkrir sjálboðaliðar réðust í verkefnið og hafa komið því til haga að matarpakkar verði keyrðir út af liðsmönnum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, til þeirra sem eru í neyð.
Reglur hvað varðar úthlutanir eru þær sömu og venjulega. Ef þú hefur fengið mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands síðasta árið, þá geturðu sótt um. Ef ekki, þarftu að senda okkur afrit af skattframtali síðasta árs á netfangið skraning@fjolskylduhjalp.is. Fjölskylduhjálp Íslands hefur leyfi frá Persónuvernd til að meðhöndla persónuupplýsingar undir ströngum skilyrðum.